svarti sauðurinn ferðaútgáfa
Ferðaútgáfa af Svarta Sauðnum er komið!!
Spilið er fullkomið í útileiguna, sumarbústaðinn, útihátíðina & partýið. Tryggðu þér eintak í dag
svarti sauðurinn!
Stórhættulegt borðspil ætlað 16 ára og eldri. Með því að spila spilið er komist að því hver í hópnum er Svarti Sauðurinn. Spilið mun reyna á fjölskyldubönd, styrk sambanda og vináttu allra þeirra sem taka þátt. Höfundar og útgefendur Svarta Sauðsins bera enga ábyrgð á afleiðingum þess að spila spilið.
Hvernig virkar spilið?
Það sigrar enginn Svarta Sauðinn!
Í lokin mun koma í ljós hver úr hópnum er Svarti Sauðurinn.
– Hver í hópnum notar of mikinn rakspíra?
– Hver er mest óviðeigandi?
– Hver er verst/ur í að leggja?
– Hvern viltu alls ekki hafa með þér á eyðieyju?
– Hver er nískastur?
Með því að svara þessum spurningum og mörgum fleirum mun sannleikurinn koma í ljós, sannleikur sem ekki allir vilja heyra.
Spilið er ekki fyrir viðkvæma og ef einhver sambönd á milli þeirra sem spila eru ekki nægilega sterk gæti farið illa.
reglurnar
- Allir leikmenn byrja á því að skrifa nafn allra meðspilara sinna á blað, eitt nafn á hvert blað, og geyma hjá sér.
- Það eru tvenns konar reitir á spilinu: Spurningareitir og ,wildcard‘ reitir, merktir með Svarta Sauðnum.
- Elsti þátttakandinn í spilinu byrjar á að lesa upp spurningu og gengur svo hringurinn réttsælis. Sé leikmaður á ‚wildcard‘ reit þegar komið er að honum les hann upp af næsta ‚wildcard‘ spjaldi.
- Að loknum upplestri á hverri spurningu skulu allir þátttakendur velja blað með nafni þess meðspilara sem þeim finnst best passa við spurninguna og sýna allir á sama tíma.
- Þegar allir leikmenn hafa kosið skal sá sem las spurninguna upp telja saman atkvæðin. Að því loknu les hann á bakhlið spjaldsins. Á bakhliðinni kemur fram hvort sá sem varð fyrir valinu eigi að fara áfram eða afturábak og þá um hversu marga reiti.
- Á ‚wildcard‘ reitum sem merktir eru með merki Svarta Sauðsins kemur fram á spjaldinu hvað skal gera og ekki þarf að veita atkvæði eða snúa spjaldinu við. Það þarf einfaldlega að lesa það sem stendur á spjaldinu og fara svo eftir því.
- Spilinu lýkur þegar einn þátttakenda hefur komist á endareitinn og er sá hinn sami Svarti Sauðurinn. Þarf hann að láta taka mynd af sér með „Ég er algjör sauður“ blaðinu og deila á sem flestum samfélagsmiðlum.
Ekki raunverulegar umsagnir
umsagnir
“ Ég hélt að fjölskyldan mín elskaði mig en það er ljóst að ég ætla ekki að mæta í fleiri fjölskylduboð eftir þetta. Mun vera einn um jólin. „
Engilbert guðbjarnason - stöðumælavörður
“ Kærastan mín dömpaði mér eftir að við spiluðum þetta spil í góðra vina hópi. Það er ekki mér að kenna að það er rosaleg táfýla af henni! „
Gunnar Gunnar jónsson - einhleypur
“ Mig sárvantar nýjar vinkonur eftir að hafa spilað Svarta Sauðinn. „
hallbera bergþórsdóttir - "áhrifavaldur"
“ Ég komst að ýmsu sem félögunum finnst um mig og gekk í kjölfarið á skrokk á nokkrum þeirra. Er í gæsluvarðhaldi eins og er. Skemmtilegt spil samt. „
friðbert fjóluson - glæpamaður
helstu upplýsingar um spilið
Höfundar Svarta Sauðsins eru Jóhannes Helgason og Valþór Örn Sverrisson.
Útgefandi er Úrvinda ehf.
Umbrot og hönnun á spilinu var í höndum Stefáns Braga Andréssonar – S Design