svarti sauðurinn ferðaútgáfa

Ferðaútgáfa af Svarta Sauðnum er komið!!
Spilið er fullkomið í útileiguna, sumarbústaðinn, útihátíðina & partýið. Tryggðu þér eintak í dag

svarti sauðurinn!

Stórhættulegt borðspil ætlað 16 ára og eldri. Með því að spila spilið er komist að því hver í hópnum er  Svarti Sauðurinn. Spilið mun reyna á fjölskyldubönd, styrk sambanda og vináttu allra þeirra sem taka þátt. Höfundar og útgefendur Svarta Sauðsins bera enga ábyrgð á afleiðingum þess að spila spilið.

Hvernig virkar spilið?

Það sigrar enginn Svarta Sauðinn!

Í lokin mun koma í ljós hver úr hópnum er Svarti Sauðurinn.

– Hver í hópnum notar of mikinn rakspíra?

– Hver er mest óviðeigandi?

– Hver er verst/ur í að leggja?

– Hvern viltu alls ekki hafa með þér á eyðieyju?

– Hver er nískastur?

Með því að svara þessum spurningum og mörgum fleirum mun sannleikurinn koma í ljós, sannleikur sem ekki allir vilja heyra.

Spilið er ekki fyrir viðkvæma og ef einhver sambönd á milli þeirra sem spila eru ekki nægilega sterk gæti farið illa.

reglurnar

Tilgangur spilsins Tilgangur spilsins er að standa ekki uppi sem Svarti Sauðurinn í lok þess. Í þessu spili verður enginn sigurvegari. Sá einstaklingur sem er fremstur þegar spilinu lýkur er Svarti Sauðurinn, sá hefur tapað og er hvattur til að hugsa sinn gang tafarlaust. Gangur leiksins
  1. Allir leikmenn byrja á því að skrifa nafn allra meðspilara sinna á blað, eitt nafn á hvert blað, og geyma hjá sér.
  2. Það eru tvenns konar reitir á spilinu: Spurningareitir og ,wildcard‘ reitir, merktir með Svarta Sauðnum.
  3. Elsti þátttakandinn í spilinu byrjar á að lesa upp spurningu og gengur svo hringurinn réttsælis. Sé leikmaður á ‚wildcard‘ reit þegar komið er að honum les hann upp af næsta ‚wildcard‘ spjaldi.
  4. Að loknum upplestri á hverri spurningu skulu allir þátttakendur velja blað með nafni þess meðspilara sem þeim finnst best passa við spurninguna og sýna allir á sama tíma.
ATH: Ekki skal skoða bakhlið spjaldsins fyrr en allir hafa kosið!
  1. Þegar allir leikmenn hafa kosið skal sá sem las spurninguna upp telja saman atkvæðin. Að því loknu les hann á bakhlið spjaldsins. Á bakhliðinni kemur fram hvort sá sem varð fyrir valinu eigi að fara áfram eða afturábak og þá um hversu marga reiti.
  2. Á ‚wildcard‘ reitum sem merktir eru með merki Svarta Sauðsins kemur fram á spjaldinu hvað skal gera og ekki þarf að veita atkvæði eða snúa spjaldinu við. Það þarf einfaldlega að lesa það sem stendur á spjaldinu og fara svo eftir því.
  3. Spilinu lýkur þegar einn þátttakenda hefur komist á endareitinn og er sá hinn sami Svarti Sauðurinn. Þarf hann að láta taka mynd af sér með „Ég er algjör sauður“ blaðinu og deila á sem flestum samfélagsmiðlum.
Hafa skal í huga – Séu fleiri en einn með jafn mörg atkvæði í hverri umferð fara þeir allir eftir því sem stendur á bakhlið spjaldsins. – Bannað er að veita sjálfum sér atkvæði. – Bannað er að sleppa því að veita atkvæði. – Eigi spurningin ekki við um neinn meðspilara þinna eða þú hreinlega veist ekki við hvern spurningin á best við skaltu einfaldlega giska. – Bannað er að koma sér saman um að kjósa einhvern meðspilara.
Ekki raunverulegar umsagnir

umsagnir

Testimonial Photo

“ Ég hélt að fjölskyldan mín elskaði mig en það er ljóst að ég ætla ekki að mæta í fleiri fjölskylduboð eftir þetta. Mun vera einn um jólin. „

Engilbert guðbjarnason - stöðumælavörður
Testimonial Photo

“ Kærastan mín dömpaði mér eftir að við spiluðum þetta spil í góðra vina hópi. Það er ekki mér að kenna að það er rosaleg táfýla af henni! „

Gunnar Gunnar jónsson - einhleypur
Testimonial Photo

“ Mig sárvantar nýjar vinkonur eftir að hafa spilað Svarta Sauðinn. „

hallbera bergþórsdóttir - "áhrifavaldur"
Testimonial Photo

“ Ég komst að ýmsu sem félögunum finnst um mig og gekk í kjölfarið á skrokk á nokkrum þeirra. Er í gæsluvarðhaldi eins og er. Skemmtilegt spil samt. „

friðbert fjóluson - glæpamaður

helstu upplýsingar um spilið

Höfundar Svarta Sauðsins eru Jóhannes Helgason og Valþór Örn Sverrisson.

Útgefandi er Úrvinda ehf.

Umbrot og  hönnun á spilinu var í höndum Stefáns Braga Andréssonar – S Design

Scroll to Top