Hangover Partýspilið

kr.3,490

Hangover Partýspilið kemur í takmörkuðu upplagi. Trygðu þér eintak í dag!

Hægt er að sækja pöntuð spil á Laugaveg 39, eða fá þau heimsend 3 til 5 virkum dögum eftir pöntun.

Ekki missa af skemmtilegasta partýspili Íslands!

Hangover Partýspilið er stórskemmtilegt spil þar sem þú tekur áskoranir, keppir við meðspilendur í ýmsum keppnum, kýst hver meðspilara þinna er líklegastur til að gera allskyns hluti og fleira … en passaðu þig að fylgja reglunum!

Spilið var hannað með það í huga að hægt væri að spila það hvar sem er og er því frábært í útileiguna, uppí bústað eða í partýið!

Tilgangur spilsins

Tilgangur spilsins er að vera með sem fæst spil á hendi þegar að stokkurinn klárast. Það er enginn sigurvegari í Hangover Partýspilinu. Sá einstaklingur sem er með flest spil á hendi þegar spilinu lýkur tapar og mega meðspilarar taka mynd af henni/honum með refsispilinu (Ég <3 Vín)

Gangur leiksins

  1. Elsti spilarinn byrjar að draga spil og lesa upphátt það sem stendur á því, stokkurinn gengur svo sólarhringinn.
  2. Það eru þrennskonar spil í stokknum sem þú vilt ekki safna – áskorun, keppni og hver er?
    Áskorun: Ef þú dregur áskorun og stenst hana ekki tekur þú spilið á hendi. Ef þú neitar að taka áskorun (reynir ekki við hana) ert þú úr leik. (Það finnst engum gaman að spila við þá sem taka ekki þátt í spilinu!)
    Keppni: Allir meðspilarar taka þátt í keppni. Sá sem tapar keppnini tekur spilið á hendi
    Hver er?: Leikmenn telja uppá 3 og benda á þann sem þeim finnst líklegastur. Sá sem fær flest atkvæði tekur spilið á hendi
  3. Það eru tvennskonar spil í stokknum sem er ekki safnað – regla og allir sem
    Regla: Reglur gilda fyrir alla leikmenn. Það gilda aðeins tvær reglur í einu. Þegar að ný regla er dreginn dettur sú eldri út
    Allir sem: Allir sem hafa gert það sem kemur fram á spilinu taka sopa


ATH: Í stokknum eru 2 auð spil, leikmenn mega búa til sín eigin spil og velja einn eða tvo af þeim fimm flokkum sem eru í boði.

 

Hafa skal í huga

– Séu fleiri en einn með jafn mörg atkvæði eftir kosningu í „hver er?“ þurfa þeir sem voru kosnir að vera sammála um hvorn það á frekar við eða útkljá málið með „skæri, blað, steinn“

– Bannað er að veita sjálfum sér atkvæði í „hver er?“

– Bannað er að sleppa því að veita atkvæði í „hver er?“

– Eigi spurningin í „hver er?“ ekki við um neinn meðspilara þinna eða þú hreinlega veist ekki við hvern spurningin á best við skaltu einfaldlega giska.

– Bannað er að koma sér saman um að kjósa einhvern meðspilara í „hver er?“

Scroll to Top