NÝTT SPIL | Ferðaútgáfa Svarti Sauðurinn

kr.3,490

Ferðaútgáfa af Svarta Sauðinum er komin í A4, Spilavini og hér hjá okkur á vefnum – 52 glænýjar spurningar & áskoranir!

Ekki missa af einu svakalegasta ferða-spili Íslandssögunnar!

Lokins loksins er glæný Ferðaútgáfa af Svarta Sauðinum komin í verlsanir A4, Spilavinir og hér á vefnum okkar! 52 nýjar spurningar/áskoranir sem passa vel í veskið.

Spilið er frábært í útileiguna, sumarbústaðinn, partýið og útihátíðina!

Það er enginn sigurvegari í Ferðaútgáfuni af Svarta Sauðnum. Markmið leikmanna er að standa ekki uppi sem Svarti Sauðurinn og enda með sem fæst spil á hendi.
Spurningum er varpað fram og þurfa leikmenn að kjósa um hvern af meðspilurum sínum þær eiga best við.

Sá leikmaður sem er valinn oftast stendur uppi sem Svarti Sauðurinn!

Tilgangur spilsins

Tilgangur spilsins er að standa ekki uppi sem Svarti Sauðurinn í lok þess. Í þessu spili verður enginn sigurvegari. Sá einstaklingur sem er með flest spil á hendi þargar að spilinu lýkur er Svarti Sauðurinn, sá hefur tapað og er hvattur til að hugsa sinn gang!

Gangur leiksins

  1. Dreyfið úr stokknum og myndið hrúgu (eins og í Veiðimann)
  2. Það eru tvenns konar spil í stokknum: Spurningaspil og ,wildcard‘ spil, merkt með Svarta Sauðnum.
  3. Elsti þátttakandinn í spilinu byrjar á að draga spil úr hrúguni og lesa upp spurninguna og gengur svo hringurinn réttsælis. Dragi leikmaður ‚wildcard‘ spil les hann upphátt það sem á því stendur
  4. Að loknum upplestri á hverri spurningu skulu allir þátttakendur telja saman „1,2,3“ og benda svo allir leikmenn á þann sem spurningin á best við.
  5. Þegar allir leikmenn hafa kosið með því að benda réttir leikmaðurinn sem las spurninguna þeim sem fékk flest atkvæðin spilið.
  6. Á ‚wildcard‘ spilum sem merktir eru með merki Svarta Sauðsins kemur fram á spjaldinu hvað skal gera og ekki þarf að veita atkvæði. Það þarf einfaldlega að lesa það sem stendur á spjaldinu og fara svo eftir því.
  7. Spilinu lýkur þegar hrúgan klárast og er sá leikmaður sem hefur flest spil á hendi Svarti Sauðurinn. Þarf hann að láta taka mynd af sér með „Ég er algjör sauður“ blaðinu og deila á sem flestum samfélagsmiðlum.

Hafa skal í huga

– Séu fleiri en einn með jafn mörg atkvæði í hverri umferð þurfa þeir að ákveða á milli sín við hvorn spurningin á betur við. Ef það er ekki komist að niðurstöðu fara leikmenn í „hnífur, blað, skæri“ – Gott twist á skæri blað steinn í boði Valgarðs Sverris 🙂

– Bannað er að veita sjálfum sér atkvæði.

– Bannað er að sleppa því að veita atkvæði.

– Eigi spurningin ekki við um neinn meðspilara þinna eða þú hreinlega veist ekki við hvern spurningin á best við skaltu einfaldlega giska.

– Bannað er að koma sér saman um að kjósa einhvern meðspilara.

Scroll to Top